Rétt í þessu var að ljúka fyrra kvöldi af ræðutækni námskeiði. Höfundur greinarinnar vaknaði með bros á vör og spennuhnút í maganum og ekki að ástæðulausu því að þetta var í fyrsta sinn sem námskeiðið var haldið síðan 1998.
Arna Björk lagði fyrir ýmsa tungubrjóta, ljóð síðan sautjánhundruð og súrkál og lét okkur æfa tilfinningar þar sem við máttum ekkert segja nema hikorð.
Undirrituð gengur héðan út reynslunni ríkari og hlakkar til að mæta á seinna kvöldið í næsti viku.
Harpa Grétarsdóttir
Ritari JCI Esju