Á laugardaginn síðasta, þann 22. júní hélt JCI sína sérstöku Ólympíuleika, á dagskránni var m.a. stígvélakast, hlaup í kringum tjörnina, reipitog og eggjarúlleta. Verðlaun voru einnig veitt fyrir bestu hópmyndina og bestu vísuna um Landsforsetann. Eftir stranga, langa og spennandi keppni var það aðildarfélagið JCI Esja sem bar sigur úr býtum. Sérstök stig voru veitt fyrir að vera kjánalegur og má segja að flestir hafi staðið sig vel að því leitinu.
Dómararnir þakka kærlega fyrir heiðarlega og gleðilega keppni.