Aðalfundur JCI Norðurlands


Sunnudaginn 19. janúar mun JCI Norðurland halda sinn fyrsta aðalfund. Við erum að spreyta okkur í formlegheitunum enda er JCI starfið mikið lærdómsferli. Formlegt fundarh

ald nýtist meðal annars í fundum í skólum, öðru félagsstarfi, hússjóðnum og vinnunni. Allir JCI félagar eru velkomnir á fundinn en beðnir um að hafa samband við Svövu til að tryggja nægt sætaframboð. Dagskráin er sem hér segir:

  1. Fundur settur
  2. Kjör fundarstjóra og fundarritara
  3. Athugað kjörgengi fundarmanna og lögmæti fundarins kannað
  4. Skýrsla fráfarandi stjórnar
  5. Skýrslur nefndarformanna og embættismanna
  6. Umræður um skýrslur
  7. Ársreikningur kynntur og borinn upp til samþykktar
  8. Kosning tveggja skoðunarmanna
  9. Kosning
    a. Ritari – Þórður Páll Jónínuson
  10. Stjórnarskipti
  11. Ávarp forseta
  12. Starfsáætlanir kynntar og bornar upp til samþykktar
    a. Framkvæmdaáætlun
    b. Árgjald og inntökugjald ákveðin
    c. Fjárhagsáætlun
  13. Önnur mál
  14. Fundargerð lesin og samþykkt
  15. Fundi slitið

Við búum svo vel að fá reynda JCI meðlimi til að halda utan um fundinn; Silja Jóhannesdóttir stýrir honum og Arna Björk Gunnarsdóttir ritar fundargerð. Í hléi býður JCI Norðurland upp á léttar kaffiveitingar og eftir fundinn gefst áhugasömum félögum tækifæri til að rabba við Örnu sem er mikill JCI reynslubolti.

Draumaaðstaðan fyrir fundarhöld!

Dags. og tími:
19. Jan 2014
15:00 - 17:00

Staður:
Heimahús (hafið samband við Svövu til að fá nánari upplýsingar)

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: No Categories