Aðalfundur JCI Norðurlands
Sunnudaginn 19. janúar mun JCI Norðurland halda sinn fyrsta aðalfund. Við erum að spreyta okkur í formlegheitunum enda er JCI starfið mikið lærdómsferli. Formlegt fundarh
ald nýtist meðal annars í fundum í skólum, öðru félagsstarfi, hússjóðnum og vinnunni. Allir JCI félagar eru velkomnir á fundinn en beðnir um að hafa samband við Svövu til að tryggja nægt sætaframboð. Dagskráin er sem hér segir:
- Fundur settur
- Kjör fundarstjóra og fundarritara
- Athugað kjörgengi fundarmanna og lögmæti fundarins kannað
- Skýrsla fráfarandi stjórnar
- Skýrslur nefndarformanna og embættismanna
- Umræður um skýrslur
- Ársreikningur kynntur og borinn upp til samþykktar
- Kosning tveggja skoðunarmanna
- Kosning
a. Ritari – Þórður Páll Jónínuson - Stjórnarskipti
- Ávarp forseta
- Starfsáætlanir kynntar og bornar upp til samþykktar
a. Framkvæmdaáætlun
b. Árgjald og inntökugjald ákveðin
c. Fjárhagsáætlun - Önnur mál
- Fundargerð lesin og samþykkt
- Fundi slitið
Við búum svo vel að fá reynda JCI meðlimi til að halda utan um fundinn; Silja Jóhannesdóttir stýrir honum og Arna Björk Gunnarsdóttir ritar fundargerð. Í hléi býður JCI Norðurland upp á léttar kaffiveitingar og eftir fundinn gefst áhugasömum félögum tækifæri til að rabba við Örnu sem er mikill JCI reynslubolti.
Dags. og tími:
19. Jan 2014
15:00 - 17:00
Staður:
Heimahús (hafið samband við Svövu til að fá nánari upplýsingar)
Hlaða niður viðburð í iCal
Flokkur: No Categories