Heimsókn norður – skíðaferð og skemmtun
Helgina 14. – 16. febrúar býður JCI Norðurland heim.
Skíði og skemmtun við allra hæfi (einnig fyrir þá sem ætla ekki í brekkurnar).
Á föstudeginum:
Ferðadagur. Engin dagskrá en á Akureyri er hægt að skella sér í sund, keilu, skauta, Jólahúsið og ýmislegt fleira. Þau sem eru snemma á ferð geta kannað hvað Akureyri hefur upp á að bjóða. Þessir valmöguleikar eru einnig fyrir hendi fyrir þá sem ekki vilja fara í fjallið á laugardeginum.
Á laugardeginum:
10:00 Hópferð í Hlíðarfjall. Hægt að skella sér á skíði, bretti og gönguskíði. Einnig hægt að kaupa sér dagspassa í fjallið sjálft og koma með annan búnað með sér:
- 4000 kr dagspassi – lyftupassi
- 4200 kr leiga á skíðum, skóm og stöfum
- 4200 kr leiga á snjóbretti og skóm
- 1000 kr lyftukort – skilar því og færð 500 kr til baka í lok dags
16:00 Lokar í Hlíðarfjalli. Smá hlé á dagskrá svo fólk geti skipt um föt og haft sig til fyrir frábært kvöld.
17:00 Allir saman í norðlensku bruggsmiðjuna Kalda. Hægt að smakka ólíkar gerðir af bjór, fræðast og hafa gaman. Kostar 1500 kr.
20:00 Út að borða á Hamborgarafabrikkunni – búið er að gera góðan samning við Fabrikkuna um matinn.
22:00 Blöndum geði á Backpackers, bjór á tilboði.
Miðbærinn og djamm fram á rauða nótt fyrir þá sem það vilja.
Á sunnudeginum:
Ferðadagur aftur suður, allir sáttir og sælir.
Gisting:
Búið er að útvega tilboð á gistingu hjá Backpackers en fólk getur einnig ávallt hópað sig saman um verkalýðsíbúðir eða reddað sér sófagistingu hjá vinum og vandamönnum.
Ferðamáti:
Við mælum eindregið með því að keyra saman norður, aksturinn tekur 5.5-6 klst á löglegum hraða. Einnig er hægt að taka strætó, önnur leið kostar u.þ.b. 7300 kr. Flugfélag Íslands flýgur frá Reykjavík til Akureyrar dag hvern. Hoppfargjald fyrir 18-25 ára kostar 9000 kr. Þar að auki eru oft tilboð á netfargjöldum fyrir allan aldur.
Formlegri skráningu er nú lokið. Ef þú vilt slást í hópinn þá er alltaf hægt að hafa samband við okkur í JCI Norðurlandi og sjá hvort það sé ekki hægt að græja eitthvað 😉
***********************************************************************
*English*
JCI Norðurland invites you for a fun filled weekend in the north, 14th-16th of February.
Skiing and entertainment for everyone (including those who will not visit the mountain).
On Friday:
Travel day. No official itinerary but there are many things that one can do in Akureyri. Those that arrive early can for example go swimming, bowling, skating, and can visit the famous Christmas house. These options are also available on Saturday for those that do not want to try skiing or snowboarding.
On Saturday:
10:00 Group trip to Hlíðarfjall. You can ski, snowboard or try walking skiis. If you own your own equipment you can also bring that with you and only buy the day pass for the mountain and an elevator pass.
• 4000 ISK day pass for the mountain
• 4200 ISK day rent of skiis, shoes and skiing poles
• 4200 ISK day rent of snowboard and shoes
• 1000 ISK elevator pass – at the end of the day you return the card and get a 500 ISK refund
16:00 Hlíðarfjall (the mountain) closes. A little break in the schedule so that people can change clothes and prepare for a great evening.
17:00 Group trip to the northern brewery Kaldi. There you can try different types of beer, learn something about beer brewing and have fun. Cost: 1500 ISK per person.
20:00 Dinner at the Hamborgarafabrikkan – we have a good deal when it comes to the price.
22:00 Socializing and fun at Backpackers, special offer on beer.
Down town Akureyri and partying long into the night for those that are so inclined.
On Sunday:
Travelling back south, hopefully everyone will have made new friends and are happy with how the weekend went.
Accommodation:
We have arranged a good deal for accommodation with Backpackers but of course there’s always the possibility of renting an apartment together or couch surfing at a friend’s place.
Transportation:
We strongly recommend car pooling north, the drive takes approximately 5.5-6 hours. There’s also the possibility of taking the bus, one way costs around 7300 ISK. The domestic airline flies from Reykjavík to Akureyri every day. They offer a special “hoppfargjald” for those aged 18-25 years old for 9000 ISK. Also there are often special internet deals available for all ages.
Formal sign-up has now been closed but you can contact us in JCI Norðurland if you still want to join.
Looking forward to seeing you!
Skráning
Bookings are closed for this event (For members only (then you need to log in or register) - or the event has already started and therefore it is closed for bookings)
Dags. og tími:
14. Feb 2014 - 16. Feb 2014
17:00
Hlaða niður viðburð í iCal
Flokkur: