Þorrablót
Kæru félagar,
Takið frá laugardagskvöldið 22. febrúar 2014, en þá er hið eina sanna þorrablót JCI Esju! Þorrablótið er einn af stærstu viðburðum ársins svo ekki láta það framhjá þér fara!
Herlegheitin fara fram í sal Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, Strandgötu 43. Húsið opnar kl. 18:30 og formleg dagskrá hefst kl. 19:00. Boðið verður upp á rammíslenskan þorramat í bland við nýstárlegri mat fyrir þá sem ekki þora í súrmatinn.
Það verður bar á staðnum og bjórinn mun kosta litlar kr. 500 stykkið. Fyrir þá sem þyrstastir eru þá er hægt að kaupa bjórkort; 5 bjórar á kr. 2000. (Vinsamlegast merkið við að neðan hvað þið viljið kaupa mörg bjórkort)
(Vinsamlegast athugið að það er ekki posi á staðnum þannig við mælum með að þið mætið með reiðufé. Hins vegar er hraðbanki í göngufæri).
Að sjálfsögðu verður svo stútfull skemmtidagskrá allt kvöldið, cups leikurinn verður á sínum stað, happdrætti, DJ og fleira. Allt þetta fyrir litlar 3500 kr.
Greiðsla fer fram með millifærslu á reikning 114-26-50069 kt: 500691-1239. Gott er að hafa í skýringu “þorrablót” og senda kvittun á salkahauks@gmail.com.
ATH – TAKMÖRKUÐ SÆTI – ÞAÐ SELDIST UPP Í FYRRA!
Skráning
Bookings are closed for this event (For members only (then you need to log in or register) - or the event has already started and therefore it is closed for bookings)
Dags. og tími:
22. Feb 2014
18:30 - 23:59
Staður:
Samfylkingin Hafnarfirði
Hlaða niður viðburð í iCal
Flokkur: No Categories