JCI Esja býður þér á framhaldsaðalfund og í partý!


april-fools-day-bannerKæru JCI Félagar

Föstudaginn 1. apríl ætlar JCI Esja að halda framhaldsaðalfund og partý!

Þema fundarins er kjána og plat þema þema í anda dagsins 1. apríl.  Þannig endilega komið í ykkar besta  grínskapi 😉
Við lofum góðri skemmtun og við getum tryggt það að þessi fundur er sko alls ekki neitt plat!

Á fundinum ætlum við  meðal annars að fara yfir og samþykkja ársreikninginn frá 2015. þar sem 7. og 15 lið var frestað frá síðasta aðalfundi.

Dagskrá framhaldsaðalfundar er sem hér segir
1. Fundur settur.
4. Kjör fundarstjóra og fundarritara.
5. staðfest lögmæti fundarins og kjörgengi fundarmanna
7. Reikningar félagsins lagðir fram, umræður og bornir undir atkvæði.
15. Fundargerð lesin, leiðrétt og samþykkt.
16. Fundi slitið.

Eftir að framhaldsaðalfundi lýkur ætlum við að halda smá félagsfund, þar sem að dagskráin er eftirfarandi:

1. Fundur settur
2. Kjör fundarstjóra og fundarritara
3. Skýrsla stjórnar – hvað er framundan
4. Skýrsla þorrablótsnefndar
5. Landsþingsnefnd – Nína segir frá  CoC academy
6. Heimsókn varaheimsforseta 6-10 apríl
7. Önnur mál
8. Fundi slitið

Eftir fundinn verður gripið í skemmtileg spil og og haldið partý,
Hver veit nema einhverjar guðaveigar verði á boðstólum, en ef þið eruð mjög þyrst þá mælum við  með að þið takið með ykkar eigið

Við viljum hvetjum alla til að mæta og endilega takið vini ykkar  með 🙂

Sjáumst hress og kát  á föstudaginn!

kveðja Stjórn JCI Esju

Dags. og tími:
01. Apr 2016 - 02. Apr 2016
19:45 - 01:00

Staður:
JCI Húsið

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: