Heimsókn varaheimsforseta JCI


PeterAnckaertEinn af varaheimsforsetum JCI, Peter Anckaert, heimsækir Ísland dagana 5.-10. apríl. Peter kemur frá JCI Belgíu og býr ásamt fjölskyldu sinni (3 börn og eiginkona) í Ghent, Belgíu. Peter er með mastersgráðu í almennri stjórnun og evrópskum lögum. Hann vinnur sem viðskiptadeildarstjóri í einu af stærstu tryggingafyrirtækjum Vestur-Evrópu. Hann hefur einnig reynslu af lögfræðiþjónustu fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Peter gekk til liðs við JCI árið 2005, varð landsforseti JCI Belgíu 2014 og hefur unnið að fjölda verkefna innanlands sem erlendis. Áhugamál hans eru meðal annars skokk, lego, viskí og lestur góðra bókmennta.

Margt verður í boði á meðan heimsókn Peters stendur.

Yfirlit og tengill á alla viðburði

6. apríl, miðvikudagur, kl. 19:30
Léttur og skemmtilegur sameiginlegur fundur félagsmanna þar sem Peter fær innsýn í starfið á Íslandi og við kynnumst erlenda starfinu.

7. apríl, fimmtudagur, kl. 09:25 um morgun
Heimsókn JCI á Alþingi. Félagsmenn fá skoðunarferð og ræða við yngsta þingmanninn; Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur. Stundvísleg mæting í aðalinngangi Alþingis. Takmarkaður sætafjöldi, opnað fyrir skráningu 1. apríl.

7. apríl, fimmtudagur, kl. 17-19
“Okkur er ekki sama” – JCI í samstarfi við LÆF bjóða upp á pallborðsumræður frambjóðenda til forseta Íslands fyrir ungt fólk. Viðburðurinn verður á Háskólatorgi, stofu 102, og er opinn öllum.

7. apríl, fimmtudagur, kl. 20
Út að borða með Peter – félagsmönnum velkomið að slást í hópinn að loknum viðburðinum “Okkur er ekki sama”. Hópurinn fer á Geysi bistro þar sem hver og einn borgar fyrir sig.

8. apríl, föstudagur, kl. 08:30-10 um morgun
Langar þig að stofna eigið fyrirtæki eða stækka tengslanet þitt í viðskiptalífinu? Viðburður þar sem unnið er að viðskiptatengslaneti í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Hlemmi, Laugarvegi 105.

8. apríl, föstudagur, kl. 19:30
Tími til að spyrja Peter að öllum spurningunum sem vaknað hafa yfir vikuna (e. Q&A session) og því næst er gleðskapur fram á nótt! Mæting í JCI húsinu, Hellusundi 3.

9. apríl, laugardagur, kl. 10-13
Vinnustofa um sjálfbær þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna í JCI húsinu, Hellusundi 3.

Dags. og tími:
06. Apr 2016 - 09. Apr 2016
All Day

Staður:

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: