Fimmvörðuháls ganga
**English below**
JCI Esja ætlar að standa fyrir gönguferð á Fimmvörðuhálsinn í sumar.
Mæting á BSÍ laugardaginn 23. júlí kl. 7:30.
Gist í Básum, Þórsmörk. Hægt er að taka rútu til baka kl. 7:20 eða kl. 15:00 sunnudaginn 24. júlí.
Gangan er fyrir alla sem treysta sér og hvetjum við ykkur til að bjóða vinum og vandamönnum.
Fyrirkomulag
Göngufólk mætir með allan farangur á BSÍ. Hafa þarf farangurinn í tveimur hlutum: 1) Dagpoka sem göngufólkið verður með á sér yfir daginn og 2) Tjald, kvöldmat og annan útilegubúnað sem Þorkell ferjar yfir í Þórsmörk.
Göngufólk tekur rútuna í Skóga þar sem gangan hefst um hádegi. Gengið er yfir Fimmvörðuhálsinn og endað í Básum í Þórsmörk þar sem við tjöldum og borðum saman.
ATH! Matur er ekki innifalinn í ferðinni, hver og einn sér um sinn mat. Tjaldstæði er heldur ekki innifalið og þarf að borga á staðnum.
Verð og skráning
Verð: 13.500 kr.
Innifalið í verði: Rúta fram og til baka með Reykavik Excursions og flutningur á farangri
Upplýsingar um greiðslufyrirkomulag og skráningu birtast þegar nær dregur.
Um gönguna
Gangan um Fimmvörðuháls er 22-24 km ægifögur ganga frá Skógum inn í Þórsmörk. Heildarhækkun og -lækkun er um 1000 m. Gera má ráð fyrir 6-10 klst í gönguna og fer það allt eftir þoli göngufólks.
Hér er búnaðarlisti sem gott er að hafa til viðmiðunar.
Hér eru góðar upplýsingar um mat og nesti.
JCI áskilur sér rétt til að breyta verði og uppfæra viðburðinn.
——————————————-
JCI Esja will be hiking Fimmvörðuháls this summer.
Where and when?
BSI on Saturday July 23rd at 7:30
We sleep in tents in Básar, Þórsmörk. You can take the bus back to Reykjavik at 7:20 or 15:00 on Sunday July 24th.
The hike is for everyone who feels up to it and we welcome friends and family
How does this work?
Hikers will show up at BSI. All luggage needs to be divided in two: 1) Your backpack for the day and 2) Your tent, dinner and other things you need for camping, which Þorkell will take for us to Þórsmörk where the hike ends.
Hikers then take the bus to Skógar where the hike will start around noon. We will hike Fimmvörðuháls and end up in Básar, Þórsmörk where we camp and have dinner.
NOTE that food and camping fee is not included.
Price and registration
Price: 13.500 ISK
Included: Bus to and from Þórsmörk with Reykjavik Excursions and luggage transportation.
Further information of how to pay and register will be published closer to the event.
About the hike
The hike is a 22-24 km beautiful hike in Iceland’s wild nature. It starts in Skógar by one of Iceland’s most beautiful waterfall and ends in Þórsmörk, a wonderful little valley located in between some of Iceland’s most majestic glaciers. Escalation for this hike is around 1000 m. The hike usually take 6-10 hours, depending on the hikers.
JCI reserves the right to change price and update the event
Dags. og tími:
23. Jul 2016 - 24. Jul 2016
07:30 - 19:00
Hlaða niður viðburð í iCal
Flokkur: