Stafrænir snillingar
Stafrænir snillingar er ný sería af stuttum námskeiðum á fyrirlestrarformi þar sem kafað verður ofan í króka og kima á stafrænu markaðsstarfi. Það sem þú getur lært á þessum námskeiðum er mjög gagnlegt, fróðlegt og skemmtilegt. Aðalleiðbeinandi á þessari seríu er Tryggvi Freyr Elínarson, stofnandi og framkvæmdastjóri INN/UT – en meðal viðskiptavina INN/UT eru mörg af þekktari fyrirtækjum landsins, þ.á.m. Vodafone, Coca Cola, Víking Brugghús, Borgarleikhúsið og Aur.
2. hluti – AdWords og leitarvélabestun fyrir græningja. Við munum læra hvernig er hægt að auka sýnileika á veraldarvefnum með birtingum í stærstu leitarvél heims – ýmist með keyptum niðurstöðum (AdWords) eða áunnum (e. organic). Það er auðvelt að brenna peningum án árangurs með AdWords og því mun Tryggvi fræða okkur um hvað má og má ekki og renna með okkur yfir þær grundvallarreglur sem tryggja góðan árangur fyrir gott verð. Einnig mun hann leiða okkur í gegnum grundvallaratriði leitarvélabestunar en það er sú vinna sem kemur vefsíðum í efstu sæti Google án þess að greitt sé fyrir – það er líka auðveldara en margur heldur að tapa efsta sætinu á Google séu menn ekki stöðugt á tánum yfir samkeppninni en ekki síður sífelldum áherslubreytingum Google. Tryggvi mun svo örugglega deila einhverjum skemmtilegum og fræðandi reynslusögum eins og honum einum er lagið.
Verð er 8.900kr. en frítt fyrir félaga JCI Íslands — Takmörkuð sæti.
Skráning
Bookings are closed for this event (For members only (then you need to log in or register) - or the event has already started and therefore it is closed for bookings)
Dags. og tími:
14. Mar 2018
19:30 - 22:00
Staður:
JCI Húsið
Hlaða niður viðburð í iCal
Flokkur: