Ræða I – Ræðunámskeið JCI
Ræðunámskeið – Kynning á námskeiðinu
- Vilt þú efla sjálfstraust þitt og bæta framkomu?
- Vilt þú koma skilaboðum þínum skýrt á framfæri?
- Vilt þú halda betri kynningar og ræður?
- Vilt þú eiga auðveldara með að koma fram?
Áratuga reynsla!
JCI hefur áratuga reynslu af ræðunámskeiðum og hefur boðið meðlimum sínum upp á ræðunámskeið frá stofnun félagsins á Íslandi auk þess að bjóða reglulega upp á opin námskeið fyrir alla sem vilja bæta sig.
Árangur í atvinnulífinu byggir meðal annars á því að geta tjáð skoðanir sínar með áhrifamiklum hætti, geta sannfært aðra, selt þeim hugmyndir sínar og vera öruggur í samskiptum og framkomu hvort sem er fyrir framan lítinn eða stóran hóp af fólki.
Þeir aðilar sem hafa góð tök á ræðumennsku njóta forskots hvort sem er á sviði atvinnulífs, stjórnmála eða á öðrum vettvangi. Framúrskarandi ræðumennska er list sem byggir á markvissri þjálfun og hnitmiðaðri tækni.
Ef þú vilt losna við stressið sem fylgir því að halda kynningar og ræður og vilt verða sannfærandi í framkomu, þá er þetta tækifærið!
Fyrirkomulagið…
Námskeiðið samanstendur af sex fjölbreyttum kvöldum:
4. feb. – farið í gegnum lykilþætti góðrar ræðumennsku og uppbyggingu góðra ræðuskrifa
11. feb. – sjálfvalið efni
18. feb. – tækifærisræða
25. feb. – söluræða / sölukynning
4. mars – mótmælaræða
16. mars – lokakvöld sem kemur á óvart (athugið að dagsetning lokakvöldsins gæti breytst)
Kvöldin eru öll krydduð með ráðum frá leiðbeinendum og ýmsum æfingum auk þess sem þátttakendur fá heimaverkefni eftir hvert kvöld. Leiðbeinendur veita jafnframt endurgjöf sem hjálpar til við að bæta tæknina jafnóðum.
Þetta námskeið hjálpar jafnt fólki í atvinnulífinu og þeim sem þurfa að kynna verkefnin sín í skólanum. Vilt þú standa þig betur?
Verð og greiðslufyrirkomulag
Ókeypis fyrir félaga JCI Íslands (félagar þurfa að skuldbinda sig í eitt ár)
Verð fyrir aðra: 55.000 kr.
Athugið að mörg stéttarfélög og fyrirtæki niðurgreiða námskeiðskostnaðinn.
Hægt er að greiða með með millifærslu eða fá kröfu í heimabankann sinn.
Skráðu þig að neðan og haft verður samband við þig um hæl! Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að senda póst á nina@jci.is eða hringja í Nínu í síma 615-2190.
Aðalleiðbeinandi námskeiðsins er Guðlaug Birna Björnsdóttir, lauga@jci.is
Skráning
Bookings are closed for this event (For members only (then you need to log in or register) - or the event has already started and therefore it is closed for bookings)
Dags. og tími:
04. Feb 2019
19:00 - 21:30
Staður:
JCI Húsið
Hlaða niður viðburð í iCal
Flokkur: