Nú styttist óðum í Landsþing JCI Íslands sem haldið verður helgina 24. – 26. september 2010 í Reykjanesbæ.
Við hvetjum alla til þess að kynna sér frábæra dagskrá sem inniheldur m.a. námskeið með frábærum erlendum leiðbeinendum, skemmtikvöld, Senatoraferð og glæsilegt afmælishóf.
Dagskrá Landsþings er að finna hér.
Hápunktur þingsins er 50 ára afmælishóf hreyfingarinnar sem haldið verður laugardagskvöldið 25. september í Stapanum/Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Fengin var sjö manna nefnd Senatora sem sér sérstaklega um afmælishófið og eins og sést á dagskránni er óhætt að segja að nefndin hefur unnið frábært störf við að skipuleggja stórglæsilega afmælishátíð.
Nánari upplýsingar og dagskrá afmælishátíðarinnar er að finna hér.
Landsþing er frábær vettvangur til þess að læra meira og kynnast öðrum félögum og ekki má gleyma hinum alþjóðlega vinkli en á þessu Landsþingi er von á ótal mörgum erlendum félögum hvaðanæva að.
Við hvetjum alla félaga til þess að mæta á Landsþing. Þeir sem komast ekki á allt þingið geta haft samband við Huldu á landsthing@landsthing.com til þess að fá upplýsingar um aðra möguleika og skrá sig á einstaka viðburði.