Fimmtudagskvöldið 9.sept býður JCI hreyfingin uppá fimmtudagsfræðslu – námskeiðið “Hagnýt markmiðasetning”.
Á þessu námskeiði munu þáttakendur læra einfaldar og hagnýtar aðferðir við að setja sér markmið sem hjálpa okkur að:
– móta heilbrigða og metnaðarfulla stefnu í lífinu yfir lengri tímabil
– móta jákvæðar & uppbyggilegar venjur og hegðun
– takast á við verkefni af mun betri skýrleika og einbeitingu
– uppskera reglulega betri uppskeru á flestum sviðum lífsins
Leiðréttar verða ýmsar ranghugmyndir um markmiðasetningu sem lengi hafar verið í tísku og hafa skemmt fyrir mörgum markmiðasetningu sem verkfæri.
Að námskeiði loknu munu þáttakendur hafa öðlast heilbrigðara viðhorf til áhrifamátts markmiða og lært að nýta sér þessa aðferðarfræði til að markvisst bæta líf sitt.
Námskeiðið er um 2 klst, er opið öllum, JCI félögum sem gestum og er öllum að kostnaðarlausu.
Leiðbeinandi er Helgi I. Guðmundsson, CNT leiðbeinandi
Námskeið: Hagnýt markmiðasetning
Tími: Fimmtudaginn 9. september kl. 20.00
Staðsetning: JCI húsið, Hellusundi 3, 101 R.vik
Hverjir: Opið öllum!