Á fimmtudagsfræðslu fimmtudaginn 11. nóvember verður stutt námskeið sem nefnist Fiskur í félagsstarfi. Námskeiðið er byggt á hugmyndafræði félaganna á fiskmarkaðnum í Seattle. Þar sem hlutirnir ganga útá það að skemmta sér í vinnunni. Þetta stutta námskeið er mjög gagnlegt öllum sem þurfa að vinna í hóp, jafnframt er auðvelt að yfirfæra hugmyndafræðina yfir á vinnustaði og jafnvel heimilislífið. Árni Árnason JCI Lind CNT er leiðbeinandi á fimmtudagsfræðslunni að þessu sinni.
Fimmtudagsfræðslan hefst að venju kl:20.00 allir eru velkomnir meðan að húsrúm leyfir í JCI húsinu Hellusundi 3.