8. janúar 2011 verður stór dagur hjá JCI Íslandi. Hann byrjar á 1. framkvæmdastjórnarfundi JCI Íslands 2011, kl. 9:30 í sal Óháða safnaðarins Háteigsvegi 56. Mæting kl. 9:15!
Framkvæmdastjórn hverju sinni skipa landsstjórn, embættismenn landsstjórnar og forsetar/formenn. Á þennan fund mæta bæði stjórnir 2010 og 2011. Árið 2010 er gert upp í fyrri hlutanum en í seinni hlutanum er horft fram á árið 2011.
Viljum taka það fram að öðrum félagsmönnum sem áhuga hafa er frjálst að mæta á fundinn og fylgjast með. Það er mjög æskilegt t.d. fyrir verðandi stjórnarfólk í aðildarfélögunum að mæta til að sjá hvað er á plani hjá landsstjórn og hinum aðildarfélögunum.
Áætlað er að FS fundinum ljúki kl. 13:00.
Klukkan 18:00 verður svo móttaka í JCI húsinu, Hellusundi, í boði landsforseta 2010 þar sem boðið verður upp á drykk og þar munum við heiðra Framúrskarandi unga Íslendinga (TOYP).
Rétt fyrir 20:00 höldum við svo á Amokka í Borgartúni þar sem boðið verður upp á máltíð í spænskum anda á aðeins 1950 kr. Jafnframt verður boðið upp á gott tilboð á bjór og léttu víni á barnum. Borðhald hefst stundvíslega kl. 20:11!!
Á Amokka ætlum við að skemmta okkur saman auk þess þar sem þar verða afhent verðlaun og viðurkenningar. Svo kemur að hinni hátíðlegu stund þar sem landsforseti 2011 tekur formlega við.