Litháen – ferð landsforseta
Eitt af helstu hlutverkum landsforseta hverju sinni er að vera talsmaður JCI Íslands á erlendri grundu. Dagana 8.–10. september fór ég til Litháen, einmitt í þessum erindagjörðum. Aðalerindið var að sækja forsetafund Norræna hópsins sem starfræktur er innan raða alþjóðlegu JCI hreyfingarinnar. Hópnum tilheyra Norðurlöndin fimm, Ísland, Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland, og síðan Eystrasaltslöndin [...]