Nýr félagsmaður til liðs við JCI Esju

Síðastliðinn laugardag 26. mars gekk nýr félagi til liðs við JCI Esju.  Hún heitir Jóhanna Magnúsdóttir. Forseti JCI Esju, Guðlaug Birna Björnsdóttir, og landsforseti JCI Íslands, Ingólfur Már Ingólfsson, sáu um inntökuna. Viljum við nota tækifærið og bjóða Jóhönnu velkomna í JCI.

By |2011-04-01T10:56:25+00:00April 1st, 2011|Aðildarfélögin, Efst á baugi, forsida, Fréttir|1 Comment

Spennandi námskeiðstvenna

Ágætu félagar, Það verður námskeiðstvenna í boði dagana 25. og 26. september.  Aðalleiðbeinandi á báðum námskeiðum verður Kai Roer frá Noregi. Bæði námskeiðin fara fram á ensku.  Námskeiðin eru: Hvað skiptir þig máli? Tími: Föstudagur 25. mars kl. 20 – 23 Staður: Háteigsvegi 56, sal Óháða safnaðarins Frábært námskeið þar sem þátttakendur skoða sínar dýpstu [...]

By |2011-03-22T23:04:04+00:00March 20th, 2011|Efst á baugi, forsida, Fréttir, Námskeið|Comments Off on Spennandi námskeiðstvenna

Náttúruhamfarirnar í Japan – skilaboð

Það hefur ekki farið fram hjá neinum sú eyðilegging sem átt hefur sér stað í Japan síðustu daga. Móðir náttúra getur stundum verið grimm og við horfum agndofa á. Við þurfum ekki að vera aðgerðalaus, við getum alltaf sent einhvers konar stuðningsskilaboð eða styrkt hjálparstarf. Á erlendu jci.cc síðunni birtist þessi grein og við leyfum [...]

By |2011-03-13T14:37:13+00:00March 13th, 2011|Efst á baugi, forsida, Fréttir, Utan úr heimi|Comments Off on Náttúruhamfarirnar í Japan – skilaboð

Nýr félagsmaður til liðs við JCI Reykjavík

Við í hreyfingunni erum ávallt ánægð með að fá nýja félaga til liðs við okkur. Héðan í frá ætlum við að bjóða þá sérstaklega velkomna með örfréttum hérna á síðunni: Föstudaginn 4. mars gekk nýr félagi til liðs við JCI Reykjavík. Hann heitir Einar Valmundsson. Forseti JCI Reykjavíkur, Viktor Ómarsson, og landsforseti JCI Íslands, Ingólfur [...]

By |2011-03-08T08:26:14+00:00March 8th, 2011|Aðildarfélögin, Efst á baugi, Fréttir|1 Comment

Framadagar 2011

Framadagar 2011 fóru fram fimmtudaginn 9. febrúar í Háskólabíói. Viðburðurinn er ætlaður öllum háskólanemendum. Fyrirtæki koma til að kynna starfsemi sína fyrir nemendum og nemendur að kynnast fyrirtækjunum. Í gegnum samstarf JCI Íslands við AIESEC hefur JCI verið þátttakandi í Framadögum undanfarin ár. Í ár var engin undantekning og var JCI með bás til að [...]

By |2016-11-28T22:32:20+00:00February 10th, 2011|Efst á baugi, forsida, Fréttir, Hvað er JCI?|Comments Off on Framadagar 2011

Jón Sveinbjörn Arnþórsson – minningargrein

Jón Sveinbjörn Arnþórsson Fæddur 3. nóvember 1931 Lést 23. janúar 2011 Útförin fór fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 4. febrúar kl. 13.30 Kvatt hefur þennan heim Jón Sveinbjörn Arnþórsson.  Það er greinilegt að þar hefur farið maður sem yndi hafði af félagsstörfum.  Listinn yfir afrek Jóns er langur en mig langar með grein þessari að minnast [...]

By |2016-11-28T22:32:20+00:00February 4th, 2011|Efst á baugi, forsida, Fréttir|Comments Off on Jón Sveinbjörn Arnþórsson – minningargrein

JCI Reykjavík: aðalfundur og kick off 2011

Aðalfundur JCI Reykjavíkur verður haldinn laugardaginn 29. janúar 2011. Þema fundarins í ár, auk þess að vera uppgjör, er Gagn & Gaman. ... Leikurinn hefst kl 18:00, í orðsins fyllstu með leik. Við ætlum að bjóða uppá fundarlíkan, þar sem við stillum upp plat-fundi og leikum okkur með hlutverkin, lærum leikreglur og aðferðir til að [...]

By |2011-01-27T07:48:12+00:00January 27th, 2011|Aðildarfélögin, Efst á baugi, forsida, Fréttir|Comments Off on JCI Reykjavík: aðalfundur og kick off 2011

Kjörfundur JCI Esju

Ágæti félagi. Kjörfundur JCI Esju verður haldinn fimmtudaginn 20. janúar nk., kl. 19:00 í Hellusundi. Þá verður kosin ný stjórn fyrir árið 2011. . Í framboði eru: Guðlaug Birna Björnsdóttir í forseta Nína María Magnúsdóttir í gjaldkera Sigurður Sigurðsson í ritara Að loknum kjörfundi verður haldið áfram og aðalfundur hefst kl. 20:00 á sama stað. [...]

By |2016-11-28T22:32:20+00:00January 19th, 2011|Efst á baugi, forsida, Fréttir|1 Comment

Evrópuþing JCI 2011

Áhugasömum JCI félögum viljum við benda á þessa síðu: Evrópuþing JCI 2011. Þar má finna mjög skemmtilega kynningu á þinginu og við bendum sérstaklega á að svokallað "Early bird registration" endar 1. febrúar!! Þetta þýðir einfaldlega það, að ef þið skráið ykkur á þingið fyrir 1. febrúar, þá kostar skráningargjaldið 349 evrur. Eðlilegt skráningargjald telst [...]

By |2016-11-28T22:32:20+00:00January 18th, 2011|Efst á baugi, Fréttir, Utan úr heimi|Comments Off on Evrópuþing JCI 2011

Landsstjórnaskipti, verðlaun og viðurkenningar

Hin árlegu landstjórnarskipti fóru fram laugardaginn 8. janúar á Amokka í Borgartúni. Örn Sigurðsson fór á kostum sem fundarstjóri eins og honum einum er lagið, með því að setja hátíðina með heilli ræðu á spænsku. Til að hita okkur upp fyrir Evrópuþingið, sem haldið verður í Tarragona á Spáni, þá var borin fram spænsk sjávarétta Paella, [...]

By |2016-11-28T22:32:20+00:00January 13th, 2011|Efst á baugi, forsida, Fréttir, Landsþing 2010|Comments Off on Landsstjórnaskipti, verðlaun og viðurkenningar
Go to Top