Viðburðir framundan
Það er ýmislegt spennandi framundan. Þar á meðal er sameiginlegur félagsfundur, ræða I, The JCI Apprentice Academy og þorrablót Esjunnar. Smelltu á lesa meira hnappinn til að vita meira!
Það er ýmislegt spennandi framundan. Þar á meðal er sameiginlegur félagsfundur, ræða I, The JCI Apprentice Academy og þorrablót Esjunnar. Smelltu á lesa meira hnappinn til að vita meira!
Þann 9. febrúar var Silja Jóhannesdóttir með gagnlega fimmtudagsfræðslu um atvinnuleit. Það sem kom meðal annars fram var hvernig ferilskrá á að vera og hvernig á að koma fram í atvinnuviðtölum. Einnig fór hún yfir helstu mistök sem ber að varast hvað varðar ferilskrá og atvinnuviðtal. Að lokum var stuttlega farið í þróunina á vinnumarkaði. [...]
Síðastliðið laugardagskvöld var haldinn glæsilegur hátíðarkvöldverður hjá hreyfingunni þar sem fram fóru Landsstjórnarskipti. Veislustjóri kvöldsins var Hjalti Kristinn Unnarsson og stóð hann sig með stakri prýði. Þá var hvert og eitt aðildarfélag var með skemmtiatriði og er óhætt að segja að þau hafi öll komið skemmtilega á óvart og vakið mikla kátínu viðstaddra, sérstaklega dansatriðið mikla! [...]
Fyrsti FS fundur ársins var haldinn síðastliðinn laugardag í Frostaskjóli, KR heimilinu. Á fundinn mættu liðlega 30 manns enda var fundurinn hinn skemmtilegasti. Fyrri hluti fundarins fór í að gera upp 2011 og gerði fráfarandi landstjórn það með sóma og skilar góðu búi. Eftir ljúffengan hádegisverð tók við yfirferð yfir árið framundan og er óhætt [...]
Nýlega birtist grein eftir Hörpu Grétarsdóttur, JCI félaga, á Vefpressunni. Í greininni fjallar hún um mikilvægi þess að setja sér ekki bara markmið sem snúa að líkamlegri heilsu heldur einnig markmið sem lúta að betri andlegri heilsu og því að láta gott af sér leiða. Í greininni segir meðal annars...
Kæru JCI félagar og aðrir! Landsstjórn 2011 óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum fyrir gott samstarf á árinu og fyrir frábært JCI ár. Jólakveðja, Ingó landsi, Hanna gjaldki, Doddi riti p.s. "Vertu með í JC..."
Fimmtudagskvöldið 8. nóvember var haldinn sameiginlegur félagsfundur aðildarfélaga JCI á Íslandi. Fundurinn var haldinn á notalegri efri hæð veitingastaðarins Happ í Austurstræti þar sem allir hærri en 120 cm léku limbó við súðina. Fundarstjóri var Þórey Rúnarsdóttir og fundarritari Jóhanna Magnúsdóttir. Tilkynnt var að leikvallaverkefninu hefur verið frestað fram á vor og ítrekaði Sigurður að [...]
Föstudagskvöldið 2. desember lauk síðasta nýliðanámskeiði ársins með glæsibrag. Alls gengur 6 nýir félagar til liðs við JCI. Þau eru: Arnar Kristjánsson Birgir Óli Konráðsson Fanney Þórisdóttir Gunnar Geirsson Sigrún Antonsdóttir Tryggvi Áki Pétursson Bjóðum við nýja félaga hjartanlega velkomna í JCI. Að lokinni inntöku buðu þau Eyjólfur og Salka upp á salsakennslu [...]
Vilhjálmur Grímsson Fæddur 3. ágúst 1942 Lést 12. nóvember 2011 Útförin fór fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 18. nóvember kl. 13 Kvatt hefur þennan heim Vilhjálmur Grímsson, fyrrverandi landsforseti og senator. Mig langar með grein þessari að minnast stuttlega aðkomu hans að starfi JC hreyfingarinnar á Íslandi. Vilhjálmur var virkur í starfi JC Suðurnesja, [...]
Fimmtudaginn 17 nóvember var haldinn sameiginlegur félagsfundur aðildarfélaga JCI í sal félagsheimilisins Frosta, Frostaskjóli. Fundarstjóri var Heiða Dögg Jónsdóttir og fundarritari Þórey Rúnarsdóttir. Frábær gestur kíkti á okkur, Peter Anderson, stofnandi og eigandi Follow the Fun. Peter ræddi um tungumálakennslu, breyttar áherslur í menntakerfinu og hvernig hægt er að einstaklingsmiða nám til að koma til [...]