Ný stjórn hjá JCI Lind

Þriðjudaginn 13. september fór fram kjörfundur og aukaaðalfundur hjá JCI Lind.  Á kjörfundinum var kjörin ný stjórn en hana skipa: Freyr Hólm Ketilsson, forseti Davíð Ingi Magnússon, ritari Eyjólfur Árnason, gjaldkeri Sigurður Sigurðsson, varaforseti Óskum við nýrri stjórn til hamingju með kjörið.  Nýja stjórnin hefur þegar hafið störf.

By |2011-09-14T07:36:35+00:00September 14th, 2011|Aðildarfélögin, Efst á baugi, forsida, Fréttir|Comments Off on Ný stjórn hjá JCI Lind

Landsþingsfréttir

Búið er að uppfæra efni um landsþingið okkar sem verður haldið eftir rúmar 2 vikur. Nú er hægt að skoða dagskrá þingsins, og jafnframt sjá hverjir eru skráðir á þingið. Það er að myndast skemmtileg stemning í kringum morðgátuþemað á föstudagskvöldinu og verður áhugavert að sjá morðingja, fórnarlömb og fulltrúa réttlætis í fullum skrúða. Ætli einhver [...]

By |2011-09-07T12:39:08+00:00September 7th, 2011|Efst á baugi, Fréttir, Landsþing 2011|Comments Off on Landsþingsfréttir

Menningarnótt í myndum

Á Menningarnótt var opið hús í JCI húsinu, Hellusundi. Boðið var uppá stutt námskeið yfir daginn. Ragnar Valsson var með námskeiðið Listin að kynna, Tryggvi F. Elínarson bauð uppá námskeiðin Leiðin að draumastarfinu og Táknmál líkamans, og síðan buðu Tryggvi og Árna Árna uppá námskeiðið Ert þú leiðinlega týpan? Að venju stigu nokkrar hljómsveitir á [...]

By |2016-11-28T22:32:15+00:00September 6th, 2011|Efst á baugi, forsida, Fréttir|Comments Off on Menningarnótt í myndum

Menningarnótt – opið JCI hús og dagskrá

Ágætu félagar, Að venju verður JCI húsið Hellusundi 3 opið á Menningarnótt næstkomandi laugardag 20. ágúst. Dagskrá stendur yfir frá kl. 13 til 19, boðið uppá námskeið, léttan leik og lifandi músík. Kaffiveitingar verða til sölu. Hvetjum við ykkur til að kíkja við á laugardaginn.  Allir velkomnir, ekki eingöngu JCI félagar. JCI húsið Hellusundi 3, [...]

By |2011-08-19T09:02:16+00:00August 19th, 2011|Efst á baugi, forsida, Fréttir, Viðburðir|Comments Off on Menningarnótt – opið JCI hús og dagskrá

JCI fréttir loksins komnar út!

Kæru félagar! Fyrsta tölublað JCI frétta hefur nú litið dagsins ljós. Þetta verður vonandi fyrsta skrefið í langri og árangursríkri útgáfu okkar. Hið danska iPaper Magazine gerir okkur þetta kleift og við kunnum þeim bestu þakkir fyrir. Þetta fyrsta tölublað er 8 síður og sitt mun hverjum þykjast og finnast. Enda á það að vera [...]

By |2011-08-18T16:11:57+00:00August 18th, 2011|Efst á baugi, forsida, Fréttir, Landsstjórn|Comments Off on JCI fréttir loksins komnar út!

JCI útilegan 2011

Hin árlega JCI útilega hreyfingarinnar var haldin á tjaldsvæðinu á Selfossi um síðustu helgi.  Einar Valmundsson hvatti til og sá um skipulagningu á útilegunni og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Félagarnir byrjuð að streyma á svæðið strax á föstudaginn og síðan bættust fleiri við á laugardaginn og enn aðrir kíktu í heimsókn.  Fengum ljómandi [...]

By |2016-11-28T22:32:17+00:00July 13th, 2011|Efst á baugi, forsida, Fréttir, Viðburðir|2 Comments

Inntaka nýs félaga og lokakvöld ræðu 1

Mánudagskvöldið 27. júní lauk námskeiðinu ræða 1 og að venju með ræðukeppni. Umræðuefnið var krassandi því lagt var til að áfengi yrði bannað í Reykjavík! Keppnin fór fram með miklum ágætum. Fóru leikar svo að tillöguflytjendur höfðu betur, lið þeirra skipuðu þau: Auður Steinberg, Sigurður Richter og Einar Örn Gissurarson. Liðsstjóri þeirra var Einar Valmundsson. [...]

By |2016-11-28T22:32:17+00:00June 30th, 2011|Aðildarfélögin, Efst á baugi, forsida, Fréttir, Námskeið|Comments Off on Inntaka nýs félaga og lokakvöld ræðu 1

Viltu hafa áhrif?

Vilt þú læra að hafa áhrif? JCI hreyfingin er félagsskapur ungs fólks á aldrinum 18 – 40 ára. JCI er alþjóðleg hreyfing sem starfar í yfir 100 löndum um allan heim. Í JCI bjóðum við uppá vettvang þar sem ungt fólk getur þjálfað sig upp í vandaðri félagslegri færni og þannig haft jákvæð áhrif á [...]

By |2011-06-18T14:23:45+00:00June 18th, 2011|Efst á baugi, forsida, Fréttir, Hvað er JCI?|Comments Off on Viltu hafa áhrif?

Glæsileg TOYP-hátíð!

Föstudaginn 10. júní var haldin glæsileg móttaka í Sólinni í Háskólanum í Reykjavík. JCI Ísland var þar að veita tveimur framúrskarandi Íslendingum viðurkenningu fyrir árið 2011: Magnús Geir Þórðarson í flokknum 'störf/afrek á sviði menningar' og Freyja Haraldsdóttir í flokknum 'einstaklingssigrar og/eða afrek'. Freyja og Magnús eru vel að þessum viðurkenningum komin. Þau hafa bæði [...]

By |2016-11-28T22:32:17+00:00June 12th, 2011|Efst á baugi, forsida, Fréttir, Viðburðir|Comments Off on Glæsileg TOYP-hátíð!

TOYP verðlaunaafhending 2011

Kæru félagar! Föstudaginn 10. júní kl. 18:00-20:00 mun JCI Ísland halda móttöku í Sólinni í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1 (Nauthólsvík). Þar verða verðlaunaðir framúrskarandi ungir Íslendingar fyrir árið 2011. Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson er verndari verkefnisins og er staðfest að hann mætir og afhendir verðlaunin. Verðlaunagripirnir eru sérhannaðir af Jónasi Braga, glerlistamanni. [...]

By |2016-11-28T22:32:17+00:00June 9th, 2011|Efst á baugi, forsida, Fréttir, Landsstjórn, Viðburðir|Comments Off on TOYP verðlaunaafhending 2011
Go to Top