Tilkynningar eða annað sem kemur beint frá landsstjórn JCI Íslands

Gleðilega hátíð!

Kæru JCI félagar og aðrir! Landsstjórn 2011 óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum fyrir gott samstarf á árinu og fyrir frábært JCI ár. Jólakveðja, Ingó landsi, Hanna gjaldki, Doddi riti p.s. "Vertu með í JC..."

By |2016-11-28T22:32:12+00:00December 23rd, 2011|Fréttir, Landsstjórn|Comments Off on Gleðilega hátíð!

JCI fréttir loksins komnar út!

Kæru félagar! Fyrsta tölublað JCI frétta hefur nú litið dagsins ljós. Þetta verður vonandi fyrsta skrefið í langri og árangursríkri útgáfu okkar. Hið danska iPaper Magazine gerir okkur þetta kleift og við kunnum þeim bestu þakkir fyrir. Þetta fyrsta tölublað er 8 síður og sitt mun hverjum þykjast og finnast. Enda á það að vera [...]

By |2011-08-18T16:11:57+00:00August 18th, 2011|Efst á baugi, forsida, Fréttir, Landsstjórn|Comments Off on JCI fréttir loksins komnar út!

TOYP verðlaunaafhending 2011

Kæru félagar! Föstudaginn 10. júní kl. 18:00-20:00 mun JCI Ísland halda móttöku í Sólinni í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1 (Nauthólsvík). Þar verða verðlaunaðir framúrskarandi ungir Íslendingar fyrir árið 2011. Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson er verndari verkefnisins og er staðfest að hann mætir og afhendir verðlaunin. Verðlaunagripirnir eru sérhannaðir af Jónasi Braga, glerlistamanni. [...]

By |2016-11-28T22:32:17+00:00June 9th, 2011|Efst á baugi, forsida, Fréttir, Landsstjórn, Viðburðir|Comments Off on TOYP verðlaunaafhending 2011

JCI Ísland á Facebook

Eins og sumir hafa kannski tekið eftir, þá er hægt að finna tvær "síður" á Facebook sem tilheyra JCI Íslandi: Jci Ísland (einstaklingur) og JCI Iceland (síða). Frábært framtak hjá félögum hreyfingarinnar hefur svo búið til grúppu(r) líka. En landsstjórn sem sagt hefur séð um þessar tvær síður. Frá ársbyrjun höfum við verið sammála um [...]

By |2011-05-31T18:36:31+00:00May 31st, 2011|Efst á baugi, forsida, Fréttir, Landsstjórn|Comments Off on JCI Ísland á Facebook

AMSIS og JCI Ísland í samstarf

Á stöðufundi JCI Íslands laugardaginn 21. maí rituðu JCI Ísland og Alþjóða menntasamtökin á Íslandi (AMSIS) undir samstarfssamning.  Tilgangur samningsins er að koma á samstarfi milli AMSIS og JCI vegna opnunar AMSIS á þekkingarmiðstöð fyrir ungar konur í áhættuhópum í Dakar Senegal. Í miðstöðinni mun fara fram kennsla fyrir ungar konur sem miðar að því [...]

By |2016-11-28T22:32:17+00:00May 26th, 2011|Efst á baugi, forsida, Fréttir, Landsstjórn|Comments Off on AMSIS og JCI Ísland í samstarf

Styrkir á erlend námskeið/akademíur

Ágætu JCI félagar, Það er með mikilli ánægju sem við í landsstjórn tilkynnum ykkur að þið getið núna sótt um styrki til að fara á eftirfarandi námskeið/akademíur: 1)      JCI Trainer, leiðbeinendaþjálfun sem tekur 2 daga.  Verður haldið á Evrópuþingi dagana 31. maí og 1. júní.  Þátttökugjald á námskeiðið er 100 dollarar.  Hver þátttakandi frá JCI [...]

By |2016-11-28T22:32:17+00:00April 28th, 2011|Efst á baugi, forsida, Fréttir, Landsstjórn|Comments Off on Styrkir á erlend námskeið/akademíur

Gagnaflutningar úr Hellusundi

Gagnaflutningar úr Hellusundi Á síðasta ári fór af stað áhugavert og spennandi verkefni sem leitt er af nokkrum senatorum.  Nefnd þessara atorkusömu senatora hefur fengið nafnið sögunefndin. Verkefni felst í því að fara í gegnum gagnasafn JCI Íslands sem safnast hefur fyrir í risinu í Hellusundinu, grisja út það sem er ónýtt og koma sögulegum [...]

By |2016-11-28T22:32:17+00:00April 23rd, 2011|Efst á baugi, forsida, Fréttir, Landsstjórn|Comments Off on Gagnaflutningar úr Hellusundi

Fjáröflunarkvöldverður

Fjáröflunarkvöldverður JCI Íslands Miðvikudaginn 30. mars á veitingastaðnum Skólabrú, Pósthússtræti 17 Mæting kl. 18, borðhald hefst um kl. 18.30. Forréttur Rjómalöguð humarsúpa með ristuðum humri Aðalréttur Ofnbakaður lambavöðvi með kryddjurtahjúp, ristuðu grænmeti og rósmarínsósu Á eftir verður boðið uppá kaffi og konfekt.  Fyrir þessar kræsingar greiðast aðeins 4.800 krónur og rennur hluti af andvirðinu til [...]

By |2011-03-24T23:57:15+00:00March 24th, 2011|Efst á baugi, forsida, Landsstjórn|Comments Off on Fjáröflunarkvöldverður
Go to Top