Fræðsla frá Geðhjálp
Sólrún frá Geðhjálp ætlar að fjalla fyrir okkur um þunglyndi. Geðhjálp er samstarfsaðili að Gleðiverkefninu sem fékk nýlega 6.000 evru styrk og verður keyrt í gang í haust. Fyrirlesturinn verður léttur og afslappaður og verða umræður og spjall í lokin.
Efnistök:
-Helstu einkenni þunglyndis
-Hvað er til ráða fyrir þann sem finnur fyrir þunglyndi og fyrir þann sem er aðstandandi eða vill styðja við einhvern sem er að glíma við þunglyndi eða sem grunar að hann sé að glíma við það?
Það ætti enginn að láta þetta málefni fram hjá sér fara, en samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu er talið að 1 af hverjum 5 upplifi depurð eða þunglyndi einhvern tíman á ævinni. Þetta þýðir í raun að um 12.000 Íslendingar eru þjakaðir af þunglyndi á hverjum tíma. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin telur þunglyndi vera fjórða stærsta heilbrigðisvandamál heimsins og að það virðist fara vaxandi (Heimild: gedhjalp.is)
-Fræðslan er opin öllum-
Dags. og tími:
02. Jul 2013
20:00 - 21:00
Staður:
JCI Húsið
Hlaða niður viðburð í iCal
Flokkur: No Categories