Framúrskarandi ungir Íslendingar – Verðlaunaathöfn


Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar verða veitt af JCI á Íslandi í 18. sinn miðvikudaginn 4. september næstkomandi kl. 17:00 í Iðnó.
Viðburðurinn er opinn öllum og hvetjum við sem flesta til að mæta og heiðra þá 10 einstaklinga sem dómnefnd hefur tilnefnt úr þeim fjölda tilnefninga sem bárust.

Forseti Íslands og verndari verkefnisins, hr. Guðni Th. Jóhannesson, mun afhenda verðlaunin ásamt Fanneyju Þórisdóttur, landsforseta JCI á Íslandi.

Léttar veitingar í boði.

Dagskrá:
17:00 – Húsið opnar
17.30 – Athöfnin hefst
17:32 – Ávarp verkefnastjóra
17:35 – Ávarp Forseta Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson
17:40 – Topp 10 einstaklingar kynntir og veitt viðurkenning
18:15 – Verðlaunaafhending Framúrskarandi ungs Íslendings 2018
18:30 – Ávarp landsforseta JCI Íslands
18:40 – Umræður. Viðurkenningarhafar svara fyrirspurnum úr sal
19:00 – Formlegri dagskrá lýkur en gestum er velkomið að spjalla áfram

Nánari upplýsingar um verðlaunin er að finna á heimasíðu verkefnisins: www.framurskarandi.is/

Skráðu þig endilega á Facebook viðburðinn: www.facebook.com/events/1782501325229746/ 

Þetta er topp 10 hópurinn í ár

Topp tíu hópurinn árið 2019

Alda Karen Hjaltalín

  • Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði.

Anna Sigríður Islind

  • Störf á sviði tækni og vísinda.

Einar Stefánsson

  • Störf /afrek á sviði menningar.

Erna Kristín Stefánsdóttir

  • Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda.

Pétur Halldórsson

  • Störf á sviði siðferðis- og/eða umhverfismála.

Ragnheiður Þorgrímsdóttir

  • Störf á sviði mannúðar- eða sjálfboðaliðamála.

Róbert Ísak Jónsson

  • Einstaklingssigrar og/eða afrek.

Sigurður Loftur Thorlacius

  • Störf á sviði siðferðis- og/eða umhverfismála.

Sólborg Guðbrandsdóttir

  • Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda.

Sturlaugur Haraldsson

  • Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði.

Af þessum hópi verður einn einstaklingur valinn sem

Framúrskarandi Ungur Íslendingur árið 2019.

Dags. og tími:
04. Sep 2019
17:00 - 19:00

Staður:
Iðnó

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: No Categories