Mælskukeppni einstaklinga 2014


UniteToImpact

Íslandsmeistaramót JCI í mælsku

Það styttist óðum í einn af hápuntkum ársins í JCI starfinu! 12. apríl næstkomandi kemur í ljós hvaða JCI félagi ber sigur úr býtum í mælskukeppni einstaklinga.

Það er til mikils að vinna því einn keppenda mun öðlast þátttökurétt í Evrópumeistarakeppni JCI í mælsku á Evrópuþingi auk þess að fá þingpakkann frítt. Hver mun keppa fyrir Íslands hönd á Evrópuþingi?

Umræðuefnið að þessu sinni er “Sameinumst til áhrifa” en það eru kjörorð heimsforseta JCI árið 2014. Þátttakendum hefur verið falið það verkefni að flytja 5-7 mínútna ræðu sem skýrir frá þeirra sýn á hugtakið. Ræðurnar mega vera á hvort sem er íslensku eða ensku, eina reglan er sú að þær séu innan tímamarka.

Sjö frambærilegir ræðumenn eru skráðir til leiks og því ljóst að keppnin verður æsispennandi!

Við mælum eindregið með að þú mætir, styðjir við bakið á okkar flotta ræðufólki og látir ekki þessa skemmtun framhjá þér fara. Kaffi og meðlæti verða á boðstólnum að keppni lokinni.

Keppnin hefst kl. 13:00 stundvíslega og fer fram á efri hæð KR-heimilisins í Frostaskjóli 2, 107 Reykjavík.

Dags. og tími:
12. Apr 2014
13:00 - 16:00

Staður:
KR Heimilið - Frostaskjóli

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: No Categories