Forsetakosningar 2016; Okkur er ekki sama!


frambjodendurJCI í samstarfi við LÆF bjóða upp á pallborðsumræður með yfirskriftinni “Okkur er ekki sama” þar sem forsetaframbjóðendum gefst tækifæri á að spjalla við unga kjósendur.
Markmið viðburðarins er að vekja áhuga meðal ungs fólks og hvetja það til þátttöku í forsetakosningunum, vera vettvangur fyrir ungt fólk til að kynna sjónarsmið sín fyrir frambjóðendum og fyrir forsetaframbjóðendur að kynna stefnumál sín fyrir ungum kjósendum.

Fundurinn er opinn almenningi og fer fram næstkomandi fimmtudag, 7. apríl frá kl. 17-19 í stofu HT-102 í Háskóla Íslands. 

Staðfestir frambjóðendur í stafrófsröð:

  • Ari Jósepsson
  • Ástþór Magnússon
  • Bæring Ólafsson
  • Elísabet Jökulsdóttir
  • Guðrún Margrét Pálsdóttir
  • Hildur Þórðardóttir
  • Hrannar Pétursson

Einnig hafa Halla Tómasdóttir og Heimir Örn Hólmarsson sýnt verkefninu mikinn áhuga.

Dagskrá

17.00 – Fólk kemur sér fyrir og boðið velkomið.
17.05 – Forseti JCI Íslands opnar viðburðinn. Formaður LÆF segir nokkur orð.
17.10 – Varaheimsforseti JCI hreyfingarinnar, Peter Anckaert kynnir sig og heldur erindi um hvernig ungt fólk hefur áhrif á samfélagið
17.30 – Stjórnmálafræðingur fjallar um kosningahegðun ungs fólks.
17.40 – Gunnar Þór, verkefnastjóri viðburðarins, segir nokkur orð.
17.45 – Forsetaframbjóðendur koma á svið.

Hver frambjóðandi fær 2 mínútur til að kynna sig, segja frá sínum helstu baráttumálum og hvernig þau höfða til ungs fólks. Eftir framsögu allra frambjóðenda verða myndaðir umræðuhópar þar sem frambjóðendur og þátttakendur geta rætt saman um kosningarnar og þau helstu málefni sem snúa að ungu fólki.

Reiknað er með 30-40 mínútum í umræður en að þeim loknum munu allir frambjóðendur verða kallaðir upp á svið aftur og þeim gefinn kostur á að segja mjög stuttlega (60 sek) frá því hvernig þeim fannst viðburðurinn, áheyrendur og hvort þeir drógu einhvern lærdóm sem þeir taka með sér í farteskið.

Ennfremur verður skoðanakönnun á fylgi frambjóðenda framkvæmt á staðnum meðan á fundinum stendur.

Nánari upplýsingar

  • Verkefnastjóri – Gunnar Þór Sigurjónsson í síma 858-9253 eða í tölvupósti gunnar.sigurjonsson@jci.is
  • Landsforseti JCI Íslands – Elizes Low í síma 892 7885 eða í tölvupósti elizes@jci.is

Dags. og tími:
07. Apr 2016
17:00 - 19:00

Staður:
Háskólatorg - stofa 102

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: