Ræða 1 – Ræðu- og framkomunámskeið


Ræða 1 hefst 15. janúar næstkomandi.

Námskeiðið er haldið í JCI húsinu Hellusundi 3, 101 Reykjavík.
Námskeiðið er 6 skipti, á miðvikudagskvöldum frá 18:00 til 20:00, á eftirfarandi dagsetningum:
  • Kvöld 1: 15. janúar
  • Kvöld 2: 22. janúar
  • Kvöld 3: 29. janúar
  • Kvöld 4: 5. febrúar
  • Kvöld 5: 12. febrúar
  • Lokakvöld: Ákveðið með þátttakendum í sameiningu á námskeiðinu.

Verð:

Námskeiðið kostar 34.900 krónur fyrir ungt fólk á aldrinum 18-40 ára. Fyrir aðra er námskeiðið á 59.900 krónur.

Lýsing:

Ræðumennska gagnast öllum, hvort sem það er að halda tilfefnisræðu, kynningar í vinnunni eða stefna að framboði til Alþingis. Það er algengt að fólk haldi að ræðumennska sé einhver meðfæddur eiginleiki, að sumir hafi þetta í blóðinu umfram aðra. Hið rétta er að öll samskipti eru lærð hegðun og það á einnig við um ræðumennsku.

Það sem flesta skortir einfaldlega er fyrst og fremst:

  • leiðsögn
  • æfing
  • uppbyggileg endurgjöf

JCI hreyfingin býður upp á allt þrennt.  

Innihald námskeiðs:

Á Ræðu 1 eru þátttakendur þjálfaðir í grundvallaratriðum ræðumennskunnar og fá tækifæri að flytja ræður fyrir hin ýmsu tilefni.  Meðal þeirra má nefna tækifærisræður, mótmælaræður, söluræður og kappræður. Þátttakendur eru þjálfaðir jafnframt í líkams- og raddbeitingu, notkun hjálpargagna við flutning o.fl.

Fyrirkomulag:

Námskeiðið tekur í heild 6 kvöld og þátttakendur semja og flytja ræður fyrir öll kvöldin utan þess fyrsta.

Hámarksfjöldi þáttakanda eru 12 manns á hverju námskeiði. Þess má geta að þetta námskeið er viðurkennt af öllum stéttarfélögum sem veita í mörgum tilfellum styrki fyrir þessu námskeiði.

Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Forseta JCI Esju 2025 Kjartani Hanssyni í síma 6604802 og í tölvupósti Kjartan.Hansson@jci.is
Skráðu þig hér fyrir neðan og við höfum samband þegar nær dregur.

Skráning

Tickets

Ticket Type Price Spaces
Ræðunámskeið 59.900,00 kr.
Ræðunámskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 40 ára 34.900,00 kr.

Registration Information

Booking Summary

Please select at least one space to proceed with your booking.

Dags. og tími:
15. Jan 2025
18:00 - 20:00

Staður:
JCI Húsið

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: