Ræða I – Dæmi


publicspeaking

  • Vilt þú koma skilaboðum þínum skýrt á framfæri?
  • Vilt þú halda betri kynningar og ræður?
  • Vilt þú eiga auðveldara með að koma fram?
  • Vilt þú efla sjálfstraust þitt og bæta framkomu?
  • Vilt þú geta haldið ræðu í brúðkaupi besta vinar/vinkonu?

Það er kunn staðreynd að stór hluti fólks á erfitt með að taka til máls, hvort heldur er á fundum í fyrirtækjum og félagasamtökum, í samkomum eða fjölskylduboðum. Algengasti misskilningurinn er að það sé á einhvern hátt meðfæddur eiginleiki, að sumir hafi þetta í blóðinu umfram aðra.

Hið rétta er að öll samskipti eru lærð hegðun og það á einnig við um ræðumennsku og almenna framkomu. Það sem flesta skortir einfaldlega er fyrst og fremst leiðsögn, æfing og uppbyggileg endurgjöf.

JCI hefur áratuga reynslu af ræðunámskeiðum og hefur boðið meðlimum sínum upp á ræðunámskeið frá stofnun félagsins á Íslandi auk þess að bjóða reglulega upp á opin námskeið fyrir alla sem vilja bæta sig.

 Sannfæringarmáttur – bætt framkoma – kraftmikil útgeislun – minni ótti – aukin velgengni – betri framsögn – bættur árangur – aukið sjálfstraust

Fyrirkomulag

Námskeiðið samanstendur af sex fjölbreyttum kvöldum.

1. kvöld: Mánudagurinn 26. september
2. kvöld: Mánudagurinn 3. október
3. kvöld: Mánudagurinn 10. október
4. kvöld: Mánudagurinn 17. október
5. kvöld: Mánudagurinn 24. október
6. kvöld: Sameiginleg ákvörðun hóps

Kvöldin eru öll krydduð með ráðum frá reyndum leiðbeinendum og ýmsum æfingum auk þess sem þátttakendur fá heimaverkefni eftir hvert kvöld. Leiðbeinendur veita jafnframt endurgjöf sem hjálpar til við að bæta tæknina jafnóðum.

Verð og greiðslufyrirkomulag

Verð: 48.000 kr.

ATH. Ræðunámskeiðið er frítt fyrir félagsmenn JCI.
Mörg stéttarfélög og fyrirtæki niðurgreiða námskeiðskostnaðinn.
Hægt er að greiða með öllum kortum (debet og kredit) eða með millifærslu.
Kjósi þátttakendur að gerast félagsmenn í JCI gengur námskeiðsgjaldið upp í félagsgjöldin.

Skráðu þig í forminu hér fyrir neðan.

Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að senda póst á jci@jci.is eða hringja í Guðlaugu, síma 821-7619

Leiðbeinendur

magga

Margrét Helga Gunnarsdóttir


Þorkell Pétursson

Þorkell Pétursson

Dags. og tími:
13. Apr 2016
20:00 - 22:00

Staður:
JCI Húsið

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: