Ræðueinvígi – Lokakvöld Ræðu 2
Bræður munu berjast og að bönum verðast!
Það er komið að lokakvöldi Ræðu 2 og í tilefni þess munu nemendur heyja æsispennandi ræðueinvígi sín á milli. Hætta er á að það eigi eftir að slettast upp á vinskap keppenda enda hefur andrúmsloftið verið spennuþrungið í undirbúningi keppninnar.
Í fyrsta einvíginu mætast Kristín Grétarsdóttir og Þorkell Pétursson. Kristín er tillöguflytjandi en Þorkell andmælandi. Tillagan sem verður til umræðu er „Lagt er til að leggja niður embætti forseta Íslands“.
Næst munu stíga á stokk Fanney Þórisdóttir og Eyvindur Elí Albertsson. Fanney er tillöguflytjandi en Eyvindur andmælandi. Tillagan sem þau munu ræða er „Lagt er til að notkun kannabis verði lögleidd á Íslandi“.
Að lokum munu Margrét Helga Gunnarsdóttir og Sigurður Anton Ólafsson mætast. Margrét er tillöguflytjandi en Siggi Anton andmælandi. Tillagan sem verður til umræðu er „”Lagt er til að eign og meðferð skotvopna verði gerð lögleg á Íslandi.”
Enginn skal láta sig vanta enda öruggt að þetta verða einvígi (í fleirtölu) aldarinnar!
Dags. og tími:
19. Feb 2014
19:30 - 22:30
Staður:
KR
Hlaða niður viðburð í iCal
Flokkur: No Categories