Ræðunámskeið JCI
Langar þig að öðlast aukið öryggi til að tala fyrir framan hóp af fólki? JCI Reykjavík býður þér að taka þátt í sex vikna námskeiði þar sem þátttakendur æfa sig í grundvallaratriðum ræðumennsku og fá tækifæri til að flytja ræður fyrir ýmis tilefni. Meðal þeirra má nefna tækifærisræður, mótmælaræður, söluræður og kappræður. Á námskeiðinu fá þátttakendur einnig tækifæri til að æfa líkams- og raddbeitingu, notkun hjálpargagna við flutning og ýmislegt fleira.
Vilt þú slá til, öðlast aukna leikni og stíga út fyrir þægindahringinn? Vertu með, námskeiðið hefst þriðjudaginn 15. mars næstkomandi kl. 20 og verður haldið hvert þriðjudagskvöld næstu sex vikur. Námskeiðinu lýkur með glæsilegri ræðuveislu þátttakenda.
Þess má að þetta námskeið er viðurkennt af öllum stéttarfélögum sem veita í mörgum tilfellum styrki fyrir námskeiðinu. JCI félögum stendur það hinsvegar til boða innifalið í árs félagsgjaldi. Nánari upplýsingar fást hjá Kristínu Lúðvíksdóttur, forseta JCI Reykjavíkur, í gegnum netfangið stinagunna(hjá)gmail.com.
Skráning
Bookings are closed for this event (For members only (then you need to log in or register) - or the event has already started and therefore it is closed for bookings)
Dags. og tími:
05. Apr 2016
20:00 - 22:00
Staður:
JCI Húsið
Hlaða niður viðburð í iCal
Flokkur: