Þriggja kvölda kynningarnámskeið JCI í HR, stofu V108


Er JCI eitthvað fyrir þig?

JCI er fyrir alla á aldrinum 18-40 ára og er vettvangur til að sækja fullt af skemmtilegum námskeiðum, víkka út tengslanetið og ná sér í dýrmæta reynslu með því að hrinda í framkvæmd eigin hugmyndum og þeirri þekkingu sem maður hefur aflað sér.

Við í JCI bjóðum þér að taka þátt í ókeypis þriggja kvölda kynningarnámskeiði næstu þrjá miðvikudaga:

  • 17. febrúar: árangursríkt hópastarf
  • 24. febrúar: skilvirkir fundir
  • 2. mars: skipulagning viðburða


Kvöld 2 – Árangursríkt hópastarf
17. febrúar kl. 20 í stofu V108 í Háskólanum í Reykjavík

Á þessu námskeiði verða kynnt 5 þrep sem eiga að geta gert hvaða hóp sem er að árangursríku teymi. Við munum skoða hvað það er sem veldur því að sumir hópar vinna illa saman, hvað veldur árekstrum og hvað veldur því að sumir einstaklingar í hópastarfi skila litlu sem engu.

Jafnframt munum við skoða gaumgæfilega hvað það er sem veldur því að sum teymi ná hreint ótrúlegum árangri. Við munum rýna í aðferðafræði, skoða samsetningu hópa út frá persónuleikafræðum og rýna í ólík hlutverk ólíkra einstaklinga í hópastarfi.

Skráning

Bookings are closed for this event (For members only (then you need to log in or register) - or the event has already started and therefore it is closed for bookings)

Dags. og tími:
17. Feb 2016
20:00 - 22:00

Staður:
Háskólinn í Reykjavík, stofa V-108

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: No Categories