WordPress námskeið fyrir byrjendur


Þriðja WordPress námskeið JCI Lindar verður haldið fimmtudaginn 27. júní frá kl. 20:00 til 22:00 í Hellusundi 3, 101 Reykjavík.

WordPress er vefumsjónarkerfi sem auðveldar umsjónarfólki vefsvæða að setja inn fréttir, búa til síður, setja inn viðburði, selja vörur og auðvitað, blogga.

JCI, Mashable, TechCrunch, Menn, BleiktPressan, Eyjan og Lemúrinn eru með sín vefsvæði í WordPress kerfi ásamt öðrum tugum milljóna fyrirtækja og einstaklinga. WordPress er ekki bara eitt vinsælasta vefumsjónarkerfi á jörðinni heldur er það númer 1 og þar af eru um 50% blogga í WordPress.

Námskeiðið er ætlað byrjendum í WordPress þar sem farið verður í grunnatriði kerfisins og verða þátttakendur færir um að setja inn færslur, síður og viðburði á tilbúið vefsvæði í lok námskeiðs.

Leiðbeinandi er Þórey Rúnarsdóttir, WordPress snillingur og forseti JCI Lindar árið 2013.

Námskeiðið er frítt fyrir JCI félaga en kostar aðeins 6.000 kr. fyrir gesti. Greiðsla fer fram með millifærslu fyrir upphaf námskeiðs.

Skráning fer fram hér fyrir neðan. Ef einhver vandamál koma upp má einnig skrá sig með því að senda póst á thorey@jci.is.

Facebook viðburður – opinn fyrir JCI félaga.

 

Skráning

Bookings are closed for this event (For members only (then you need to log in or register) - or the event has already started and therefore it is closed for bookings)

Dags. og tími:
27. Jun 2013
20:00 - 22:00

Staður:
JCI húsið

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: