Framúrskarandi ungir Íslendingar

Verkefnið Framúrskarandi ungir Íslendingar er með eigin heimasíðu, www.framurskarandi.is. Hér förum við yfir tilgang og sögu verkefnisins.

Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar sem veitt eru árlega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni. Þetta er viðurkenning og hvatning fyrir ungt fólk sem kemur til með að hafa áhrif í framtíðinni.

Tilgangurinn er að vekja athygli á því sem er vel gert og einnig til að hvetja annað ungt fólk til dáða.

Framtíðarsýn JCI Íslands fyrir verðlaunin er sú að þau skapi sér sess í íslensku þjóðlífi og veki athygli á ungu fólki sem starfar af eldmóð, heilindum og ósérhlífni án þess endilega að hafa hlotið athygli almennings. Þessi verðlaun verði þeim sem þau hljóta hvatning til frekari dáða og veki athygli á verkum þeirra.

Í stuttu máli er ferlið þannig að á ári hverju auglýsum við eftir tilnefningum og getur hver sem er tilnefnt framúrskarandi ungan Íslending. Sérstök dómnefnd fer síðan fara yfir tilnefningar og velur úr þrjá verðlaunahafa. Í framhaldinu fer fram verðlaunaafhending þar sem Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson afhendir verðlaunin en hann er verndari verkefnisins hér á landi.

Verðlaunin eru veitt af JCI í tíu flokkum sem eru

  1. Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði.
  2. Störf á sviði stjórnmála, ríkismála eða lögfræði.
  3. Leiðtogar/afrek á sviði menntamála.
  4. Störf /afrek á sviði menningar.
  5. Störf á sviði siðferðis og/eða umhverfismála.
  6. Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda.
  7. Störf á sviði mannúðar eða sjálfboðaliðamála.
  8. Störf á sviði tækni og vísinda.
  9. Einstaklingssigrar og/eða afrek.
  10. Störf /uppgötvanir á sviði læknisfræði.

Alþjóðleg verðlaun

Verðlaunin eru partur af alþjóðlegri viðurkenningu sem JCI stendur fyrir um allan heim til að vekja athygli á því sem er vel gert og einnig til að hvetja annað ungt fólk til dáða. Erlendis eru verðlaunin nefnd TOYP verðlaun sem stendur fyrir “The Outstanding Young People of the World”

JCI á alþjóðavísu byrjaði með TOYP árið 1981. Þar áður höfðu Junior Chamber Bandaríkin veitt ungu framúrskarandi fólki verðlaunin síðan 1939. Á meðal þeirra sem hlotið hafa verðlaunin eru m.a

  • Elvis Presley
  • John F. Kennedy
  • Bruce Lee
  • Sammy Sosa
  • Jackie Chan o.fl.

Fyrsta TOYP verðlaunaafhendingin hjá JCI fór fram á Heimsþingi Junior Chamber International í Taipei í Taiwan árið 1983. Síðan þá hafa verðlaunin orðið þekktari og öll aðildarlönd JCI eru hvött til að senda inn tilnefningar.

Árlega eru 10 einstaklingar í heiminum valdir af fjölþjóðlegri dómnefnd til að taka við viðurkenningu. Fyrir mörgum hefur þessi alþjóðlega viðurkenning verið sú fyrsta af mörgum á glæsilegum ferli. Það eru aðildarlönd JCI um allan heim sem senda inn umsóknir og yfirlit um sitt fólk til heimsstjórnar JCI sem að skipar sérstaka dómnefnd og fer yfir allar umsóknirnar og velur síðan tíu af heim sem heiðraðir eru á heimsþingi JCI ár hvert.

Í tvígang hefur Ísland átt fulltrúa í röðum þeirra tíu sem heimstjórn valdi en það eru þau Kristín Rós Hákonardóttir sundkona sem hlaut þau árið 2003 og Guðjón Már Guðjónsson frumkvöðull árið 2009.

Á wikipedia er að finna fínan lista yfir TOYP verðlaunahafa frá árinu 1983 til dagsins í dag: List of The Outstanding Young Persons of the World (wiki).

Eins og fram kemur hér að ofan þá var undanfari þessara alþjóðlegu verðlauna TOYA verðlaunin sem JCI í Bandaríkjunum hafa veitt síðan 1939. Hér að neðan er hlekkur á lista yfir alla þá sem hafa hlotið þau verðlaun frá upphafi en á þeim lista er fjöldinn allur af heimsfrægum einstaklingum. List of Ten Outstanding Young Americans (wiki).

Verðlaunahafar fyrri ára

Ísland hefur verið þáttakandi í þessu verkefni óslitið síðan 2002 en hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá sem hafa verið útnefndir:

Árið 2016

  • Tara Ösp Tjörvadóttir, fyrir framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda

Árið 2015

  • Rakel Garðarsdóttir, fyrir störf á sviði siðferðis- og/eða umhverfismála

Árið 2014

  • Sævar Helgi Bragason, vísindamaður, fyrir störf á sviði tækni og vísinda

Árið 2013

  • Guðmundur Stefán Gunnarsson, íþróttamaður, fyrir störf á sviði mannúðar- eða sjálfboðaliðamála
  • Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri, fyrir störf á sviði tækni og vísinda
  • Melkorka Ólafsdóttir, tónlistarmaður, fyrir störf/afrek á sviði menningar
  • Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og afrekskona, fyrir einstaklingssigra og/eða afrek

Árið 2012

  • Gunnar Nelsson, íþróttamaður, fyrir einstaklingssigra og/eða afrek
  • Halldór Helgason, snjóbrettakappi, fyrir störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði
  • Katrín Jakobsdóttir, stjórnmálakona, fyrir störf á sviði stjórnmála, ríkismála eða lögfræði
  • Leifur Leifsson, baráttumaður hreyfihamlaðra, fyrir framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda

Árið 2011

  • Freyja Haraldsdóttir, fyrir einstaklingssigra og/eða afrek
  • Magnús Geir Þórðarson, fyrir störf/afrek á sviði menningar

Árið 2010

  • Aldís Sigurðardóttir, fyrir framlag sitt til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda

Árið 2009

  • Guðjón Már Guðjónsson, frumkvöðull, fyrir störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði
  • Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður, fyrir störf/afrek á sviði menningar
  • Völundur Snær Völundarson, meistarakokkur, fyrir einstaklingssigra og/eða afrek

Árið 2008

  • Örn Elías Guðmundsson; “Mugison” tónlistarmaður, fyrir störf /afrek á sviði menningar.
  • Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona, fyrir einstaklingssigra og/eða afrek.
  • Víkingur Heiðar Ólafsson,  píanisti fyrir störf /afrek á sviði menningar.

Árið 2007 

  • Sólveig Arnarsdóttir, leikkona fyrir framúrskarandi störf á sviði menningar og lista.
  • Garðar Thor Cortez, Tenór fyrir framúrskarandi störf á sviði menningar og lista.
  • Bjarni Ármannsson, Fyrir framúrskarandi störf á svið viðskipta.
  • Birkir Rúnar Gunnarsson, fyrir einstaklingssigra og afrek.

Árið 2006:

  • Björgólfur Thor Bjórgólfsson, viðskiptamaður fyrir framúrskarandi árangur í viðskiptum fyrir störf á sviði viðskipta / frumkvöðla.
  • Einar Bárðarson frumkvöðull hjá Concert inc. fyrir störf/afrek á sviði menningar.
  • Veigar Margeirssson hljómlistamaður og tónskáld fyrir störf / afrek á sviði menningar.
  • Ragnhildur Káradóttir, doktor í taugavísindum, fyrir störf /uppgötvanir á sviði læknisfræði sem gætu hjálpað verulega til við að skilja betur taugasjúkdómana MS, heilalömun, mænuskaða og heilablóðfall.
  • Hendrikka Waage, skartgripahönnuður og frumkvöðull fyrir störf/ afrek á sviði viðskipta /frumkvöðla.
  • Rósa Gunnarsdóttir, doktor í nýsköpunarkennslufræðum fyrir störf /framlag til barna vegna frumkvöðlastars og nýsköpunar barna.

Árið 2005:

  • Gísli Örn Garðarsson fyrir störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og / eða hagfræði.
  • Emilíana Torrini fyrir störf / afrek á sviði menningar.
  • Andri Snær Magnason fyrir framlag til barna, heimsfriðiar og / eða mannréttinda.
  • Stefán Ingi Ganagane Stefánsson fyrir störf á sviði mannúðar eða sjálfboðamála.
  • Eiður Smári Guðjohnsen fyrir einstaklingssigra og / eða afrek.

Árið 2004 

  • Ásdís Halla Bragadóttir
  • (Sigurrós Davíðsdóttir)

Árið 2003

  • Aðalheiður Birgisdóttir eigandi og aðal hönnuður Nikita clothing
  • Stefán Karl Stefánsson stjórnarformaður Regnbogabarna
  • Kristín Rós Hákonardóttir íþróttakona

Árið 2002

  • Magnús Scheving framkvæmdastjóri Latabæjar
  • Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona
  • Marsibil Sæmundsdóttir framkvæmdastjóri Götusmiðjunnar
  • Haraldur Örn Ólafsson afreksmaður

Íslendingur meðal TOYP verðlaunahafa JCI 2003 og 2009
Árið 2003 var Kristín Rós Hákonardóttir valin í hóp 10 einstaklinga til að hljóta TOYP verðlaunin frá heimstjórn JCI. Kristín Rós tók á móti verðlaunum ásamt níu öðrum framúrskarandi einstaklingum hvaðanæva að úr heiminum við virðulega athöfn á heimsþingi JCI í Kaupmannahöfn.
Árið 2009 var svo Guðjón Már Guðjónsson frumkvöðull valinn í sama hóp og hlaut viðurkenninguna fyrir störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og / eða hagfræði.

Framúrskarandi ungir Íslendingar