Námskeið & JCI Ísland
JCI hreyfingin hefur lengi verið þekkt fyrir að veita einstaklingum markvissa og gagnlega þjálfun í formi námskeiðahalds. Boðið er uppá ólík og fjölbreytt námskeið sem öll eiga það sameiginlegt að stuðla að auknum þroska einstaklingsins og hæfni á vinnumarkaði.
Meðal þess má nefna þjálfun á sviði:
- Samskipta og tjáningar
- Ræðumennsku og kynninga
- Skilvirkra fundastarfa (fundarstjórnun, ritun og fundarsköp fyrir stærri aðalfundi)
- Ýmiss konar hópastarfs
Fyrir utan þessi námskeið, þá standa aðildarfélög JCI Íslands reglulega að fjölbreyttum námskeiðum, frumsömdum sem og ýmiss konar námskeiðsleikjum og við hvetjum fólk til að fylgjast með þeim á atburðardagatalinu. Þau námskeið eru miðuð að félögum hverju sinni og eru bæði skemmtileg og fróðleg. Hægt er að nefna sem dæmi daður námskeið, námskeið í tímastjórnun, leiðin að drauma starfinu, persónuleikafræði og mörg fleiri spennandi námskeið.
Fólk getur einnig fengið aðstoð og stuðning við að hanna eigin námskeið og þjálfun í að leiðbeina á ýmsum námskeiðum.
Hafðu samband við okkur ef þú vilt frekari lýsingu á helstu námskeiðunum sem JCI Ísland stendur fyrir.