Merki JCI Íslands og aðildarfélaga

Merki JCI hefur verið í núverandi mynd frá árinu 2003.

Litir:
Megin litur merkisins er kallaður “JCI Aqua” og er pantone litur nr. PMS2925. Sambærilegur CMYK litur er 87-23-0-0 og sambærilegur RGB litur er 0-151-215.
JCI Ísland valdi að nota pantone lit nr. PMS1665 sem annars stigs lit. Nafn landshreyfingar og aðildarfélaga nota þann lit í merkinu. Sambærilegur CMYK litur er 0-63-100-0 og sambærilegur RGB litur er 243-113-33.

Leturgerð:
Letrið sem notað er Helvetica Neue. Nafn landshreyfingarinnar og aðildarfélaga er ávallt í Helvetica Neue 75 Bold.

Nánari upplýsingar merki JCI og notkun þess má finna hér: JCI Corporate Identity Guidelines