JCI stendur fyrir Junior Chamber International.
JCI er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 40 ára sem hefur áhuga og metnað til þess að efla hæfileika sína og hafa jákvæð áhrif. Undirstaða starfsins er að efla þig sem einstakling, gefa þér tækifæri til að beita þeirri þekkingu sem þú hefur öðlast og gera þig þannig að færum leiðtoga, sem er tilbúinn til að takast á við stjórnun og ábyrgð í athafnalífi og félagslífi.
Færni
JCI er vettvangur til að næla sér í dýrmæta reynslu með virkri þátttöku í starfinu, hrinda í framkvæmd eigin hugmyndum og þeirri þekkingu sem maður hefur aflað sér.
Námskeið
Reglulega er í boði að sækja fjölbreytt, skemmtileg og hagnýt námskeið.
Félagsskapur
Þú kynnist nýju fólki og víkkar út tengslanetið.
Hefurðu áhuga á að vita meira og taka þátt?
Smelltu hér => skráning á kynningakvöld
Nánari upplýsingar um kynningarkvöld
Hlutverk JCI:
Að veita ungu fólki tækifæri til að efla hæfileika sína og með því stuðla að jákvæðum breytingum.
Tækifæri
Með þáttöku í JCI öðlast félagsmenn dýrmæta reynslu sem nýtist jafnt í leik og starfi. JCI er vettvangur til að ná sér í fræðslu, nýta það sem lært er og fá bæði hvatningu og leiðsögn.
Efla hæfileika sína
Félagar efla hæfileika sína með því að fá þjálfun, framkvæma hugmyndir sínar og að takast á við áskoranir sem JCI starfið býður uppá.
Stuðla að jákvæðum breytingum
Félagskapurinn leiðir að sér jákvæðar breytingar fyrir einstaklinginn persónulega og fyrir samfélagið í heild. Við vinnum einnig að samfélagslega bætandi verkefnum sem færa okkur bæði reynslu, lærdóm og tengslanet.