Einkunnarorð JCI
Það er skoðun vor:
Að trú veiti lífinu tilgang og takmark,
að bræðralag manna sé þjóðarstolti æðra,
að skipting gæðanna verði réttlátust við einstaklingsfrelsi og frjálst framtak,
að lög skuli ráða fremur en menn,
að manngildið sé mesti fjársjóður jarðar,
að efla og bæta mannlíf sé öllum verkum æðra.
Starf hreyfingarinnar einkennist af ofangreindum einkunnarorðum JCI.
Tilgangur JCI er í anda einkunnarorðanna og skal stuðla að framþróun alþjóðasamfélagsins með því að veita ungu fólki tækifæri til að efla leiðtogahæfileika sína, félagslega ábyrgð, frumkvæði og samkennd til að stuðla að jákvæðum breytingum.
JCI starfar án tillits til stjórn mála skoðana, trúarbragða, kyns, litarháttar eða þjóðernis.