Verðlaun og viðurkenningar JCI Íslands

JCI Ísland viðurkennir og verðlaunar einstaklinga og aðildarfélög fyrir gott starf í Junior Chamber International. Verðlaunin eru margvísileg og þarf ýmist þurfa stjórnir aðildarfélaganna að sækja um þau eða landsstjórn getur veitt þau af sjálfsdáðum.

Flokkur I: Umsókn og kynning

Veitist því aðildarfélagi sem hefur starfað með besta skipulagi og viðhaft bestan undirbúning fyrir starfsemi sína. Einnig fyrir að hafa veitt félögum tækifæri til fjölbreyttra starfa. Starf fráfarandi stjórnar og stuðningur hennar við undirbúning viðtakandi stjórnar frá kjörfundi og fram að stjórnarskiptum vega þungt við skipulega framkvæmd (undir almennri stjórnun).

Forsendur ákvörðunar:

Almenn stjórnun 20%

Námskeið og ræðukeppnir 20%

Félagsfundir, verkefni, áhrif á samfélagið 20%

Erlend tengsl (vinafélög, þingþátttaka o.fl.) 20%

Kynningarmál, félagafjölgun 10%

Kynning á verðlaunaumsókn 10%

Veitist því aðildarfélagi sem vinnur besta og skipulegasta verkefnið á tímabilinu. Verkefni sem nær yfir fleiri en eitt tímabil þarf að ljúka á því tímabili sem umsóknin er lögð fram á.

Forsendur ákvörðunar:

Könnun 10%

Greining 10%

Skipulagning/áætlanagerð 10%

Framkvæmd 10%

Kynning á verðlaunaumsókn 10%

Virkni/þátttaka 15%

Hagur fyrir samfélagið 25%

Hagur fyrir hreyfinguna 10%

Veitist því aðildarfélagi sem best og skipulegast skýrir frá starfsemi félagsins og hreyfingarinnar, til sinna félagsmanna, með hvaða jákvæða og faglega hætti sem er. Gefur góða ímynd af hreyfingunni. Hér er verið að tala um alla aðra útgáfu en heimasíðu.

Forsendur ákvörðunar:

Undirbúningur og framkvæmd 15%

Fjármál 10%

Gæði útgáfunnar 15%

Útlit og hönnun 15%

Dreifing 10%

Árangursrík umfjöllun 15%

Kynning á verðlaunaumsókn 10%

Gildi fyrir JCI 10%

Veitist því aðildarfélagi sem þykir hafa staðið sig best að erlendum samskiptum með heimsóknum, þátttöku á erlendum þingum og kynningu á mikilvægi alþjóðasamstarfs.

Forsendur ákvörðunar:

Undirbúningur, framkvæmd og fjármál 20%

Virkni/þátttaka 20%

Kynning á alþjóðlegu samstarfi og skilningi 30%

Kynning á verðlaunaumsókn 10%

Hagur fyrir samfélagið 10%

Hagur fyrir hreyfinguna 10%

Flokkur II: Umsókn

Veitist þeim félaga sem hefur best og skipulegast unnið að hvers konar störfum fyrir félag sitt og/eða hreyfinguna á sínu fyrsta starfsári.

Forsendur ákvörðunar:

Almenn þátttaka í starfi aðildarfélags 20%

Frumkvæði 20%

Þátttaka í starfi utan aðildarfélags 20%

Árangur starfs/verkefna 20%

Áhrif á aðra félagsmenn 20%

Veitist þeim aðildarfélagsforseta sem skarað hefur fram úr á sínu sviði.

Forsendur ákvörðunar:

Almenn stjórnun 20%

Forysta og frumkvæði 20%

Þátttaka félagsmanna í starfi 20%

Árangur verkefna 20%

Gildi fyrir félaga 20%

Veitist þeim félaga sem ekki er stjórnarmaður í aðildarfélagi og hefur best og skipulegast unnið að hvers konar störfum fyrir félag sitt og/eða hreyfinguna. Hann skal hafa verið félagi ársins í sínu aðildarfélagi á árinu. Þó mega þau aðildarfélög sem ekki hafa útnefnt félaga ársins sækja um fyrir sinn félaga.

Forsendur ákvörðunar:

Stuðningur við aðildarfélag/hreyfinguna 20%

Þátttaka í almennri félagafjölgun 20%

Þátttaka í leiðb.störfum, námskeiðum og stefnumörkun 20%

Frumkvæði og nýsköpun 20%

Aðild að bættri ímynd JCI 20%

Veitist þeim stjórnarmanni aðildarfélags sem þykir hafa náð bestum árangri í starfi sínu með tilliti til skipulags, þátttöku í verkefnum, frumkvæði og nýjunga. Hvert aðildarfélag getur sótt um verðlaun fyrir einn stjórnarmann.

Forsendur ákvörðunar:

Almenn stjórnun 20%

Forysta og frumkvæði 20%

Þátttaka félagsmanna í starfi 20%

Árangur verkefna 20%

Gildi fyrir félaga 20%

Veitist því aðildarfélagi sem best og skipulegast hefur staðið að fjáröflunum. Tekið skal tillit til frumleika, endurtekinna og/eða endurbættra verkefna og fjárhagslegs ávinnings.

Forsendur ákvörðunar:

Undirbúningur og framkvæmd 20%

Þátttaka styrktaraðila og/eða félagsmanna 20%

Hagur fyrir hreyfinguna 40%

Fjármál 10%

Annað 10%

Veitist því aðildarfélagi sem best og skipulegast hefur stuðlað að samstarfi við önnur aðildarfélög, hvort sem er hérlendis og/eða erlendis. Tekið skal tillit til þátttöku félagsmanna, frumleika og ávinnings.

Forsendur ákvörðunar:

Almenn viðbrögð 40%

Þátttaka félagsmanna 10%

Hagur fyrir samfélagið 15%

Undirbúningur, framkvæmd og fjármál 25%

Hagur fyrir hreyfinguna 10%

Veitist því aðildarfélagi sem best, skipulegast og á sem fjölbreytilegastan hátt skýrir frá starfsemi félagsins og hreyfingarinnar. Tekið skal tillit til frumleika.

Forsendur ákvörðunar:

Undirbúningur, framkvæmd og fjármál 25%

Útlit, hönnun og framsetning 25%

Hagur félagsmanna 25%

Gagnvirkni og þjónusta 25%

Veitist þeim senator sem hefur mest unnið að hvers konar störfum fyrir hreyfinguna og einnig sitt gamla aðildarfélag. Tekið skal tillit til starfa innan hreyfingar og utan og hversu öflugur málsvari JCI viðkomandi senator er. Hægt er að sækja um þessi verðlaun fyrir Senator sem er orðin 40 ára.

Forsendur ákvörðunar:

Þátttaka í samfélaginu 25%

Starfað eftir einkunnarorðunum 25%

Verkefni til hjálpar ungu fólki 25%

Virkur stuðningur fyrir JCI 25%

Veitist þeim félaga sem hefur best og skipulegast unnið við leiðbeinendastörf fyrir hreyfinguna og á vegum hennar.

Forsendur ákvörðunar:

Nýjungar / frumkvæði 20%

Umfang og mikilvægi leiðbeinendastarfa 15%

Gæði og útlit námskeiðsgagna 15%

Framsetning námskeiðsefnis 15%

Markmið á sviði einstaklings 10%

Þátttaka í starfi og hagur félagsmanna 15%

Framleg til ímyndar JCI sem leiðtogaskóla 10%

Flokkur III: Önnur verðlaun, viðurkenningar og staðfestingar

a) Kjaftaskur.

b) Ræðumaður dagsins.

Sjá 14.gr. í IX. Reglur um rökræðukeppni JCI Íslands.

a) Selfossbikar.

b) Silfurverðlaun.

Sjá 8.gr. í VIII. Reglur um rökræðueinvígi JCI Íslands.

Sjá 7.gr. í XII. Reglur um mælskukeppni einstaklinga

Sjá 6.gr. í XI. Reglur um mælskukeppni einstaklinga

Sjá IV. Reglur um Kvæðakút

Veitist því aðildarfélagi sem hefur hlutfallslega mesta þátttöku á landsþingi JCI Íslands. Veittur er farandgripur og staðfesting. Eftirfarandi reikningsregla verður notuð:

Skráðir þátttakendur √ vegalengd

Félagafjöldi í aðildarfélagi, þó að lágmarki 20

Skráðir þátttakendur: Skráðir félagar allt þingið

Vegalengd: Notaðar verða opinberar tölur s.s. loftlína sé flogið, vegalengd sé ekið o.s.frv.

Félagafjöldi, þó að lágmarki 20: Skráðir félagar á landsþingi.

Landsstjórn veitir því/þeim aðildarfélagi/félögum sem stofnað hafa nýtt aðildarfélag, stutt það og aðstoðað á 1. heila starfsári þess á eftirtektarverðan hátt, viðurkenningu. Viðurkenningin veitist á öðru landsþingi frá stofndegi og er háð samþykki landsstjórnar.

Veitist þeim leiðbeinanda sem hefur endurbætt eða samið nýtt námskeið á árinu. Námskeiðið skal vera þýtt eða frumsamið. Það skal hafa verið frumflutt, endurskoðað, gefið út og hlotið staðfestingu landsstjórnar sem fullgilt JCI námskeið.

  • Verðlaunin eru gefin af og kennd við Mike Ashton fyrrum alþjóðlegan varaforseta og á þau eru letrað „Young outstanding leader“.
  • Verðlaunin veitast þeim félaga sem þykir hafa skarað fram úr á einu eða fleiri sviðum með frumkvæði, hugvitssemi og jákvæðu hugarfari.
  • Tilnefningum skal skila til landsforseta. Landsstjórn ákveður hvort og hverjum verðlaunin eru veitt. Verðlaunin eru ekki veitt þyki enginn hafa unnið til þeirra. Aðeins er hægt að hljóta þessi verðlaun einu sinni.

Veitist þeim félaga sem sýnir mesta aukningu á JCI braut á árinu. Skila skal umsókn undirritaðri af forseta viðkomandi aðildarfélags til landsritara sjö dögum fyrir þingsetningu. Veittur er farandgripur „Árbæjarskjöldur“ sem gefinn er af Junior Chamber Árbæ, einnig staðfesting.

Veitist því aðildarfélagi sem fjölgar hlutfallslega mest og/eða endurnýjar félagatölu sína. Félagatal á landsþingi árinu fyrir og eftir liggur til grundvallar.

Sjá II. Reglur um heiðursfélaga.

Sjá I. Reglur um útnefningu senatora

Veitist þeim félaga í JCI sem þykir hafa unnið frábært starf innan JCI-hreyfingarinnar á Íslandi, henni og félagsmönnum til ávinnings. Verðlaunin eru sérstakur skjöldur sem kenndur er við Ásmund heitinn Einarsson sem var forseti JCI Íslands starfsárið 1961-1962. Ásmundur vann ötullega að grundvöllun og uppbyggingu hreyfingarinnar hér á landi og sýndi samtökunum mjög óeigingjarnan áhuga. Dómnefnd er skipuð landsstjórn JCI Íslands. Hún fjallar um framkomnar ábendingar frá aðildarfélögunum en er óbundin af þeim og er ekki skyldug til að veita verðlaunin ef ekki þykir ástæða til.

Landsforseti hefur heimild til að viðurkenna hvern þann í hreyfingunni sem starfað hefur til heilla fyrir hana.